Valdís Þóra á fimm mót sunnan miðbaugs

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, er á leið til Ástralíu þar sem hún mun á næstu vikum taka þátt í fjórum fyrstu mótum ársins á Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð í heimi.

Mótin í Ástralíu fara fram 1.-4. febrúar, 9.-11. febrúar, 22.-25. febrúar og 1.-4. mars. Eftir mótin fjögur í Ástralíu fer Valdís Þóra beint til Suður Afríku þar sem fimmta mót ársins fer fram 8.-10. mars.

„Það er því löng og ströng törn framundan með löngum ferðalögum. Ég er agalega spennt fyrir að komast aftur í sól og blíðu og á gras! Æfingar undanfarnar vikur hafa gengið alveg ágætlega og það verður gaman að komast í keppni aftur,“ segir Valdís Þóra.

Ekki er búið að gefa út endanlegt keppnisdagatal fyrir mótaröðina og því er ekki ljóst hvernig dagskráin verður á mótum í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert