Poulter vann í bráðabana

Ian Poulter hrósaði sigri í Houston um helgina.
Ian Poulter hrósaði sigri í Houston um helgina. AFP

Englendingurinn Ian Poulter bar sigur úr býtum í Houston á móti sem fram fór um helgina á PGA mótaröðinni. Poulter tryggði sér sigur eftir bráðabana gegn Bandaríkjamanninum Beau Hossler.

Poulter og Hossler hófu lokadaginn á 14 höggum undir pari en Englendingurinn þurfti að setja niður fulg í lokaholunni til að tryggja sér bráðabanann.

Þar koðnaði sá bandaríski niður og Poulter vann dramatískan sigur og tryggði sér að auki þátttökurétt á fyrsta stórmóti ársins, eða Masters mótinu.

Poulter er í 123. sæti á heimslistanum og hefur aldrei unnið stórmót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert