Axel og Birgir í Svíþjóð

Axel Bóasson var Íslandsmeistari í golfi um síðustu helgi.
Axel Bóasson var Íslandsmeistari í golfi um síðustu helgi. Golf.is

Íslandsmeistarinn nýbakaði, Axel Bóasson úr Keili, og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefja í dag leik á Swedish Challenge mótinu í Svíþjóð en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Þar er Axel með keppnisrétt eftir að hafa sigrað á Nordic mótaröðinni í fyrra og Birgir hefur verið með keppnisrétt á mótaröðinni síðustu árin og vann þar mót í fyrra.

Axel á rástíma á 1. teig klukkan 13 að staðartíma og er í ráshópi með Bradley Moore og Joel Girrbach. Birgir fer af stað á 10. teig klukkan 13:35 en hann er í ráshópi með Kim Koivu og Kalle Samooja.

Svíinn Robert Karlsson er gestgjafi mótsins og ber mótið einnig hans nafn. Karlsson var í Ryder-liði Evrópu 2006 og 2008 en hann hefur ellefu sinnum sigrað á Evrópumótaröðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert