Axel þarf að spila betur

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Ljósmynd/Golf.is

Axel Bóasson, Íslandsmeistari golfi, lék fyrsta hringinn sinn á Gordon Golf Open-mótinu í Pleneuf í Frakklandi á 72 höggum, tveimur höggum yfir pari. Mótið er í Áskorendamótaröð Evrópu. 

Axel þarf að spila betur ætli hann sér að komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. Axel hefur ekki náð sér á strik í mótaröðinni til þessa og aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á tímabilinu. 

José Filipe Lima frá Portúgal lék manna best í dag eða á 62 höggum, átta höggum undir pari. 

mbl.is