Tiger í Ryder-liði Bandaríkjanna

Tiger Woods er í Ryder-liði Bandaríkjanna.
Tiger Woods er í Ryder-liði Bandaríkjanna. AFP

Jim Furyk, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, valdi í kvöld þrjá af þeim fjórum síðustu sem fá sæti í liðinu í Ryder-bikarnum sem fram fer í lok september. Tiger Woods, Phil Mickelson og einn heitasti kylfingur heims í dag, Bryson DeChambeau, urðu fyrir valinu. 

Tiger Woods er í liðinu í fyrsta skipti síðan 2012 og Mickelson í liðinu í tólfta skipti, sem er met. Hann lék fyrst í Ryder-bikarnum árið 1995. DeChambeau hefur verið afar góður á tímabilinu og unnið tvö síðustu mótin á PGA-mótaröðinni. 

Furyk velur síðasta kylfinginn í lið sitt næstkomandi mánudag, en átta stigahæstu kylfingar risamótanna fjögurra á árinu höfðu áður tryggt sér sæti í liði Bandaríkjanna. Brooks Koepka, Patrick Reed, Dustin Johnson, Justin Thomas, Bubba Watson, Jordan Spieth, Rickie Fowler og Webb Simpsons skipa liðið ásamt Furyk, Woods, Michelson og DeChambeau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert