Þarf að vinna upp sex högg í seinni hálfleik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er nokkuð á eftir 45 manna hópnum …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er nokkuð á eftir 45 manna hópnum sem kemst í LPGA-mótaröðina á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun þurfa að hafa sig alla við til að halda keppnisrétti sínum í LPGA-mótaröðinni í golfi eftir að hafa samtals leikið á +12 höggum í fyrri hluta lokastigs úrtökumótsins.

Leikið er á völlum Pinehurst-golfklúbbsins í Norður-Karólínu. Fyrri fjórir hringirnir hafa verið leiknir og nú skipta kylfingarnir um völl og leika fjóra hringi til viðbótar frá miðvikudegi til laugardags.

Ólafía er sem stendur í 81. sæti en 45 efstu kylfingar mótsins tryggja sér keppnisrétt í sterkustu mótaröð heims á næsta ári. Kylfingarnir í 43.-45. sæti eru á +6 höggum svo ljóst er að mikið þarf að breytast hjá Ólafíu í seinni hluta mótsins til að hún haldi keppnisrétti sínum.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert