Erfið byrjun Valdísar í Abu Dhabi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, hefur lokið fyrsta hring á fyrsta móti ársins í Evrópumótaröðinni í golfi sem hófst í dag, en leikið er í Abu Dhabi.

Mótið heitir Fatima Bint Mubarak Ladies Open og var Valdís í lokaráshópnum þennan fyrsta keppnisdag. Hún var átti nokkuð erfitt uppdráttar á hringnum, fékk tvo tvöfalda skolla, þrjá skolla en einn fugl. Samtals lék hún því á 78 höggum eða sex höggum yfir pari.

Valdís er jöfn fleiri kylfingum í 39.-45. sæti af 56 keppendum en 12 kylfingar léku undir parinu á fyrsta hring. Charley Hull frá Englandi er efst með tveggja högga forskot á fimm höggum undir pari.

Valdís hefur leik á öðrum keppnisdegi klukkan 08.32 að staðartíma í fyrramálið eða 04.32 að íslenskum tíma.

mbl.is