Fínn fyrsti hringur hjá Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, spilaði vel á fyrsta hring í Taílandi þar sem hún keppir á móti á Evrópumótaröðinni. Hún hóf leik rétt fyrir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun.

Valdís Þóra fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum og lauk honum á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún kom í hús jöfn fleiri kylfingum í 26. sæti, en Svíinn Lina Boqvist er efst á fimm höggum undir pari.

Valdís segir að völlurinn sé í ágætu standi, en rakinn sé mjög mikill og hitastigið yfir 30 gráður. Leikið er á Phoenix Gold Golf keppnissvæðinu í borginni Pattaya, alls fjórir keppnishringir.

mbl.is