Átta fuglar hjá Guðmundi Ágústi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í góðu formi þessa dagana en eftir fyrsta hringinn á Svea Leasing Open-mótinu í golfi, sem er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni, deilir hann efsta sætinu ásamt tveimur öðrum.

Guðmundur Ágúst lék fyrsta hringinn í gær á 66 höggum eða á sex höggum undir pari. Hann fékk átta fugla á hringnum og tvo skolla. Hann hefur þegar sigrað á tveimur mótum á þessu tímabili og takist honum að bæta þeim þriðja við öðlast hann þátttökurétt í Áskorendamótaröðinni.

Fjórir aðrir íslenskir kylfingar taka þátt í mótinu. Andri Þór Björnsson lék á pari og er jafn í 49. sæti, Axel Bóasson lék á einu yfir pari og er í 66. sæti, Haraldur Franklín Magnús lék á tveimur yfir og er í 78. sæti og Aron Bergsson er í 104. sæti á fjórum höggum yfir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is