Guðmundur Ágúst með þriggja högga forystu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Guðmundur Ágúst Kristjánsson kylfingur úr GR á góða möguleika á að tryggja sér sæti í Áskorendamótaröðinni en hann er í forystu á Svea Leasing Open-mótinu í Svíþjóð en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Guðmundur lék annan hringinn af þremur á mótinu á fimm höggum undir pari og er samtals á 11 höggum undir pari. Hann er með þriggja högga forystu og takist honum að vinna mótið fær hann keppnisrétt í Áskorendamótaröðina en Guðmundi hefur þegar tekist að vinna tvö mót í mótaröðinni.

Guðmundur fékk fjóra fugla á hringnum í gær og örn á lokaholunni. Aron Bergsson slapp í gegnum niðurskurðinn með því að spila á fimm höggum undir pari en Axel Bóasson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson eru úr leik.

Staðan á mótinu

mbl.is