Birgir og Guðmundur úr leik

Stöðugt golf Birgis Leifs dugði ekki til.
Stöðugt golf Birgis Leifs dugði ekki til.

Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru báðir úr leik eftir tvo hringi á Euram Bank Open-mótinu í golfi. Mótið er á Áskorendamótaröðinni. 

Guðmundur Ágúst var í fínni stöðu eftir fyrsta hringinn í gær, en hann lék þá á 68 höggum, tveimur höggum undir pari. Hann náði sér hins vegar engan vegin á strik í dag.

Guðmundur fékk fimm skolla og einn tvöfaldan skolla í hringnum í dag og lék á sjö höggum yfir pari. Hann hafnaði því í 113. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. 

Birgir Leifur lék mun stöðugra golf á hringjunum tveimur, en það dugði ekki til. Hann lék á einu höggi yfir pari í gær og á parinu í dag. Hann var tveimur höggum frá því að fara í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 83. sæti. 

mbl.is