Íslenska liðið í 12. sæti í Ungverjalandi

Landsmót í Golfi 2019. Hulda Clara Gestsdóttir.
Landsmót í Golfi 2019. Hulda Clara Gestsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarasveit GKG, Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, keppir á Evrópumóti golfklúbba þessa helgi en mótið fer fram á Balaton-vellinum í Ungverjalandi.

Þær Hulda Clara Gestsdóttir, Eva Gestsdóttir og Árný Eik Dagsdóttir skipa lið GKG en þær sitja í 12. sæti í liðakeppninni fyrir lokahringinn. Það eru tvö bestu skorin sem telja í hverri umferð en GKG er á samtals 36 höggum yfir pari. St. Leon Rolf klúbburinn frá Þýskalandi er efstur á 16 höggum yfir pari.

Í einstaklingskeppninni er Hulda Clara í festa sæti ásamt Caroline Sturdza frá Sviss en þær eru báðar á samanlagt fimm höggum yfir pari. Eva er í 40. sæti og Árný í 43.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.

mbl.is