Haraldur Franklín í toppbaráttunni í Eistlandi

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús er í toppbaráttunni eftir tvo hringi á lokamóti Nordic Golf-mótaraðarinnar sem haldið er í Eistlandi.

Haraldur Franklín, sem hefur tryggt sér sæti á Áskorendamótaröðinni, lék í dag á 68 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Hann er samtals á tíu höggum undir pari fyrir lokahringinn og er í 8. sæti. Haraldur fékk einn örn, þrjá fugla og einn skolla.

Axel Bóasson lék á 72 höggum eða ár pari vallarins og er jafn í 21. sæti á fimm höggum undir pari. Axel fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum í dag.

Staðan á mótinu

mbl.is