Fóru varlega af stað

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið vel á árinu.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið vel á árinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslensku kylfingarnir Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson fóru varlega af stað á fyrsta keppnisdegi á lokastigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina en leikið er á Spáni. 

Andri og Guðmundur léku á 72 höggum eða pari vallar og Bjarki á 72 höggum. Þeir þurfa að leika betur næstu daga til að eiga möguleika á að komast á Evrópumótaröðina en eru heldur ekki búnir að spila sig út úr mótinu sem er langt og strangt. 

Andri Þór Björnsson
Andri Þór Björnsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Spilaðar verða 72 holur og þá verður keppendafjöldi skorinn niður. Þeir sem komast áfram leika 36 holur til viðbótar og eru því spilaðir sex hringir á sex dögum áður en í ljós kemur hvaða 25 kylfingar fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. 

Viðtöl við kylfingana á golf.is má sjá með því að smella hér

Bjarki Pétursson er eini áhugamaðurinn sem náði að komast á …
Bjarki Pétursson er eini áhugamaðurinn sem náði að komast á lokastig úrtökumótanna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert