Erfitt á Costa del Sol

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir átti frekar erfitt uppdráttar á fyrsta hringnum á næstsíðasta móti Evrópumótaraðar kvenna í golfi á Costa del Sol á Spáni í dag.

Valdís fékk fimm skolla á fyrri níu holunum en náði sér betur á strik á seinni níu þar sem hún fékk tvo fugla og þrjá skolla. Samtals lék hún hringinn á 78 höggum, sex yfir pari vallarins, og er í 87. sæti af 96 keppendum en ekki hafa allar lokið hringnum í dag.

Christina Kim hefur leikið best til þessa en hún spilaði hringinn á 67 höggum, fimm undir pari, og er einu höggi á undan Anne Van Dam frá Hollandi.

mbl.is