Fyrsta keppnisdegi frestað vegna veðurs

Ragnhildur Kristinsdóttir og Axel Bóasson voru sigurvegarar í fyrra.
Ragnhildur Kristinsdóttir og Axel Bóasson voru sigurvegarar í fyrra.

Fyrsta keppnisdegi Hvaleyrarbikarsins í golfi hefur verið frestað vegna veðurs en til stóð að hefja keppni í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ef veður leyfir verður keppt á morgun, laugardag og á sunnudag. Mótið er hluti af stiga­mótaröð GSÍ og það fjórða í röðinni en leikn­ar verða 36 hol­ur á mót­inu á tveimur dögum en ekki 54 holur á þremur dögum.

Sterk­ir kylf­ing­ar eru skráðir til leiks á mót­inu líkt og Ísland­meist­ar­inn Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir og Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir í kvenna­flokki. Rástímar sem lágu fyrir í dag færast yfir á morgundaginn.

Í karla­flokki eru kylf­ing­ar á borð við Axel Bóas­son skráður til leiks en hann á titil að verja á mót­inu. Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir á titil að verja í kvenna­flokki en hún er einnig skráð til leiks á mót­inu í ár.

mbl.is