Dagbjartur semur við Missouri-háskóla

Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son.
Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son. Kristinn Magnússon

Kylfingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson hjá GR hefur skrifað undir samning hjá Missouri-háskólanum. Þar mun hann spila golf fyrir lið háskólans næstu ár.

Frá þessu er greint á Kylfingi.is

Dagbjartur hittir þar fyrir klúbbfélaga sinn úr GR, Viktor Inga Einarsson, sem hóf nám við skólann á síðasta ári og hefur spilað fyrir golfliðið.

„Það voru um það bil 30 skólar sem höfðu samband við mig svo ég gat svolítið valið milli skóla. Háskólagolfið hefur alltaf verið í huga mér en ég byrjaði að hugsa aðeins meira um það síðasta sumar,“ sagði Dagbjartur í samtali við Kylfing.

Hann bætti því við að sér hefði litist mjög vel á þjálfara liðsins og allar aðstæður. Þá hefði það hjálpað til að Viktor Ingi er í liðinu.

Missouri-skólinn tekur þátt í suðausturhluta 1. deildar, sem er með þeim stærstu og sterkustu í Bandaríkjunum að sögn Dagbjarts.

mbl.is