Hrósaði sigri eftir skilaboð frá Tiger

Bryson DeChambeau fagnar lokapúttinu sem dugði til sigurs.
Bryson DeChambeau fagnar lokapúttinu sem dugði til sigurs. AFP

Banda­ríkjamaður­inn Bry­son DeCham­beau bar sigur úr býtum á Arnold Palmer Invitational-mótinu í PGA-mótaröðinni í golfi um helgina eftir mikla spennu á lokahringnum.

DeCham­beau og Westwood voru að bítast um efsta sætið en aldrei munaði meira en einu höggi á þeim síðustu 15 holurnar á lokadeginum en DeCham­beau kláraði á samtals ellefu höggum undir pari, einu höggi á undan Westwood, til að vinna sinn fyrsta titil á árinu.

Það hefur ekki skemmt fyrir að áður en hann hóf hringinn í gærmorgun fékk hann hvatningarskilaboð frá Tiger Woods, sem dvelst nú á sjúkra­húsi í Kali­forn­íu þar sem hann er að jafna sig eft­ir bílslys. „Ég fékk skilaboð frá Tiger, hann sagði mér að halda áfram að berjast, sama hvað, og vera hugrakkur eins og herra Palmer var sjálfur,“ hefur CCN eftir DeCham­beau.

Tiger Woods hefur unnið á Arnold Palmer-mótinu alls átta sinnum á ferlinum og veit því hvað hann syngur. Tiger, sem er 49 ára gam­all, er næst­sig­ur­sæl­asti kylf­ing­ur allra tíma á eft­ir Sam Snead en Tiger vann sinn fyrsta risa­tit­ill árið 1996. Hann fótbrotnaði illa á hægri fæti eftir bílslysið og jafnar sig nú eftir aðgerð.

mbl.is