Guðmundi fataðist flugið

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágústi Kristjánssyni fataðist flugið á öðrum hring á  Range Servant Chal­lenge-mót­inu í golfi sem hófst í Mal­mö í gær en mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu.

Guðmundur lék fyrsta hringinn í gær á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Hann lék hringinn í dag á 70 höggum og er því á samtals sex höggum undir pari eftir tvo hringi og í 34. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum og er kominn í gegnum niðurskurðinn.

Andri Þór Björnsson er úr leik, en hann lék fyrri hringinn á 72 höggum og seinni hringinn á 71 höggi og lýkur því leik á samtals einu höggi undir pari og í 103. sæti og er úr leik.

Haraldur Franklín Magnús náði sér ekki á strik á mótinu og lék hringina tvo á samtals sjö höggum yfir pari og var á meðal neðstu kylfinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert