Haraldur lék undir pari á Spáni

Haraldur Franklín Magnús lék vel á Spáni í dag.
Haraldur Franklín Magnús lék vel á Spáni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús stóð sig vel á fyrsta hring Challenge de Cádiz-mótinu sem fram fer á Novo Sancti Petri-golfvellinum í Cádiz á Spáni. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í álfunni.

Haraldur lék hringinn á samtals 71 höggi eða einu höggi pari en Íslendingurinn fékk fjóra fugla á hringnum og þrjá skolla.

Hann er í 25.-50. sæti á mótinu og á góða möguleika á því að komast í gegnum niðurskurðinn á morgun.

Fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á samtals fimm höggum undir pari, þeir Daniel Gavins frá Englandi, Emilio Blanco frá Spáni, Kristof Ulenaers frá Belgíu og Yannik Paul frá Þýskalandi.

mbl.is