Í úrslit eftir sigur í bráðabana

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er komin í úrslit á Opna breska áhuga­manna­mót­inu í golfi sem fram fer á Barassie-golf­vell­in­um í Kilm­arnock í Skotlandi eftir sigur á heimakonunni Shannon McWilliam í bráðabana í undanúrslitum í dag.

Staðan var hnífjöfn eftir fyrri níu holurnar en á þeim komst Jóhanna í tvígang yfir en McWilliam var snögg að svara. Sú skoska náði svo þriggja holu forskoti eftir tólf holur en Jóhanna neitaði að gefast upp.

Íslenski kylfingurinn vann 14., 15. og 17. holu og jafnaði leikinn. Þær voru svo jafnar á 18. holunni og réðust úrslitin því í bráðabana. Þar vann Jóhanna með því að klára fyrstu holuna með fimm höggum gegn sex hjá McWilliam.

Jóhanna mætir annað hvort Louise Duncan eða Hannah Darling í úrslitaeinvíginu.

Sig­ur­veg­ar­inn fær keppn­is­rétt á fjór­um ri­sa­mót­um hjá at­vinnukylf­ing­um, AIG-mót­inu, Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu, Evi­an-meist­ara­mót­inu og Augusta Nati­onal-meist­ara­mót­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert