Þrír í forystu eftir þriðja hring

MacKenzie Hughes er á meðal þeirra þriggja kylfinga sem leiða …
MacKenzie Hughes er á meðal þeirra þriggja kylfinga sem leiða á Opna bandaríska meistaramótinu. AFP

MacKenzie Hughes, Louis Oosthuizen og Russell Henley leiða í sameiningu á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi eftir þriðja hring. Leikið er á Torrey Pines-vellinum í San Diego í Kaliforníu.

Bandaríkjamanninum Henley hefur tekist að vera í forystu eftir alla þrjá hringina og Suður-Afríkumanninum Oosthuizen auðnaðist að vera jafn Henley þegar hann átti enn tvær holur eftir á fyrsta hring áður en slæm veðurskilyrði leiddu til þess að hann gat ekki klárað hringinn á fyrsta deginum.

Kanadabúinn Hughes lék hins vegar sérstaklega vel í gær og náði að jafna Henley og Oosthuizen. Að loknum þriðja hring hafa þeir allir leikið á fimm höggum undir pari.

Norður-Írinn Rory McIlroy og Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau eru þó ekki langt undan og hafa leikið á þremur höggum undir pari.

Lokahringurinn, sá fjórði fer fram síðar í dag.

mbl.is