Guðrún keppir í Svíþjóð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili fer á teig á Evrópumótaröðinni á morgun og keppir þá aftur í Svíþjóð eins og í síðustu viku. 

Guðrún keppir næstu daga á Åhus Ostra vellinum á Kristianstad golfsvæðinu samkvæmt vefsíðu GSÍ og verður það þrettánda mótið hjá henni á Evrópumótaröðinni á árinu. 

Guðrún fór í gegnum niðurskurð keppenda og hafnaði í 38. sæti á Didrikson Skaftö mótinu í Svíþjóð sem lauk á sunnudag. Lék hún 69-72-72 höggum. 

Guðrún Brá er í 84. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar og eru nú átta mót eftir á keppnistímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert