64 ára á 64 höggum

Bernhard Langer ber sig býsna vel en 36 ár eru …
Bernhard Langer ber sig býsna vel en 36 ár eru síðan hann sigraði á Masters í fyrra skiptið. AFP

Þjóðverjinn Bernhard Langer lék á dögunum á 64 höggum á golfmóti á Champions Tour í Michiganríki en mótaröðin er fyrir atvinnukylfinga 50 ára og eldri.

Nýtur hún æ meiri vinsælda í seinni tíð og ekki síst fyrir tilstilli kappa eins og Langers sem eldast furðu hægt.

Í golfíþróttinni þykir mikið afrek, og gott takmark fyrir snjalla kylfinga, að leika undir aldri eins og það er kallað. Er þá átt við að höggafjöldinn á 18 holu hring sé lægri tala en aldur viðkomandi kylfings. 

Langer er 64 ára gamall og höggafjöldinn á hringnum er því sá sami og aldurinn. En þar er ekki öll sagan sögð því hringinn lék Langer á 64 ára afmælisdaginn. Merkilegt nokk.

Langer verður að teljast ansi líklegur til að leika undir aldri á næstu árum enda í toppformi og leikur enn á Masters-mótinu. Komst til að mynda í gegnum niðurskurðinn á Masters í fyrra og lék þá betur en hinn högglangi Bryson DeChambeau.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert