Guðmundur Þórður: Frábær frammistaða allra

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Brynjar Gauti

„Frammistaða allra leikmanna var frábær, þeir heiður skilinn fyrir frábæran leik við afar erfiðar aðstæður," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir sigur Íslands á Makedóníu í Skopje í kvöld, 29:26, í riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik. 

„Menn héldu sig fullkomlega við það skipulag sem lagt var upp með, bæði í vörn og sókn. Málið var að halda Makedóníumönnum niðri, láta þá aldrei ná frumkvæðinu og það tókst. Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkur, ekki hvað síst varnarlega. Það sést best á því að þeir skora aðeins tíu mörk í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik höldum við frumkvæðinu lengst af en þegar heimamenn komust yfir um tíma þá sýndu mínir menn hvers þeir eru megnugir með því að komast yfir á nýjan leik. Slíkt er ekki heiglum hent á jafn erfiðum leikvelli og hér í Skopje," sagði Guðmundur sem bar lof á alla leikmenn sína fyrir vaska framgöngu. 

„Við megum hinsvegar ekki gleyma okkur í þessum frábæru úrslitum. Framundan er erfiður leikur við Eistlendinga á heimavelli á sunnudag. Það er lið sem við megum alls ekki vanmeta. Þeir náðu stigi gegn Makedóníu sem undirstrikar styrk landsliðs Eistlendinga," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik.

Ítarlegt viðtal verður við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. Þá verður einnig fjallað um leikinn og rætt við nokkra leikmenn íslenska landsliðsins.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla