Ólafur Stefánsson þjálfar Val næstu tvö árin

Ólafur Stefánsson er ekki staddur á landinu en hann ræddi ...
Ólafur Stefánsson er ekki staddur á landinu en hann ræddi við blaðamenn og aðra í gegnum Skype. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tekur við þjálfun uppeldisfélags síns Vals í sumar en hann tekur við starfinu af Patreki Jóhannessyni sem fer til Hauka í sumar.

Ólafur gerir tveggja ára samning við Valsmenn en auk þess að stýra meistaraflokknum kemur hann að þjálfun yngri flokka sem og að vinna að frekara uppbyggingarstarfi á Hlíðarenda.

Ekki hefur verið ákveðið hver verður aðstoðarþjálari Ólafs. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá Valsmönnum sem stendur nú yfir en þar lýsti stjórnin yfir mikilli ánægju með að fá Ólaf aftur heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina