Stjarnan í bikarúrslit

Thea Imani Sturludóttir úr Fylki í dauðafæri í leiknum í …
Thea Imani Sturludóttir úr Fylki í dauðafæri í leiknum í Laugardalshöllinni. mbl.is/Styrmir Kári

Stjarnan og Fylkir mættust í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, í Laugardalshöllinni klukkan 17.15. Stjarnan sigraði 26:21 og leikur til úrslita á laugardaginn gegn annað hvort Gróttu eða Haukum. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Grótta og Haukar mætast klukkan 19.30 í kvöld, einnig í Laugardalshöllinni.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 13:10 fyrir Stjörnuna. Garðbæingar höfðu lengst af frumkvæðið í leiknum en munurinn var sjaldnast mikill. Til að mynda var tveggja marka munur þegar fimm mínútur voru eftir. 

Í liði Stjörnunnar eru reyndir leikmenn og hafði það vafalítið sín áhrif. Auk þess var vörnin öflugri hjá Stjörnunni og Florentina Stanciu tók ágætlega við sér í markinu í síðari hálfleik. 

Bæði lið gerðu mörg mistök í leiknum eins og oft vill verða í mikilvægum bikarleikjum en þau voru færri hjá Garðbæingum þegar uppi var staðið. 

Stjarnan 26:21 Fylkir opna loka
60. mín. Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) skorar úr víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert