Þægilegt hjá Eyjamönnum

Selfoss vann ÍBV í fyrsta leik liðanna í vetur og …
Selfoss vann ÍBV í fyrsta leik liðanna í vetur og síðan gerðu liðin jafntefli í Eyjum. mbl.is/Golli

ÍBV vann auðveldan sigur á Selfyssingum í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Vallaskóla á Selfossi urðu 27:36.

Eyjamenn voru allsráðandi á vellinum í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu iðulega með sjö manna sókn og hvíldu markmanninn en lykillinn að góðu forskoti þeirra í leikhléi var frábær varnarleikur. Eitthvað sem Selfyssingar voru ekki tilbúnir að mæta. ÍBV náði mest tíu marka forskoti í fyrri hálfleik en staðan var 11:20 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var mun jafnari en eftir rúmar tólf mínútur var munurinn orðinn tólf mörk og ljóst að Selfyssingar væru aldrei að fara að koma sér inn í leikinn. Liðin kláruðu leiktímann án þess að leggja of mikið á sig. Lítil skemmtun þar.

Grétar Þór Eyþórsson var markahæstur Eyjamanna með 9 mörk, Theodór Sigurbjörnsson skoraði 8/2 og Sigurbergur Sveinsson 8. Stephen Nielsen var frábær í markinu og varði 16 skot.

Hjá heimamönnum var Teitur Örn Einarsson langmarkahæstur með 10/4 mörk. Báðir markverðir Selfoss, Helgi Hlynsson og Einar Vilmundarson, vörðu fjögur skot í leiknum, samtals átta.

Selfoss 27:36 ÍBV opna loka
60. mín. Kolbeinn Arnarsson (ÍBV) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert