Bæði lið Gróttu fá nýjan þjálfara

Gunnar Andrésson.
Gunnar Andrésson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gunnar Andrésson er hættur sem þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik, en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2013.

Þetta staðfestir hann við RÚV í dag, en samningur hans er að renna út. Hann segist jafnframt ætla að taka sér ársfrí frá þjálfun. Grótta hafnaði í 8. sæti Olís-deildarinnar á liðinni leiktíð og féll svo úr leik í átta liða úrslitunum eftir viðureign við FH.

Það er því ljóst að bæði karla- og kvennalið Gróttu munu tefla fram nýjum þjálfurum á næsta tímabili en Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðsins, mun láta af störfum eftir tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert