Elvar heldur sig heima

Elvar Örn Jónsson.
Elvar Örn Jónsson.

Handknattleiksmaðurinn efnilegi Elvar Örn Jónsson hefur gert nýjan samning við Selfyssinga um að spila áfram með þeim næstu tvö árin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss.

Elvar var í lykilhlutverki hjá Selfyssingum í Olís-deild karla á síðasta tímabili en þeir voru þá nýliðar í deildinni og höfnuðu í fimmta sæti. Elvar var markahæsti leikmaður liðsins með 166 mörk í 27 leikjum og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar.

Hann er fastamaður í U21 landsliði Íslands sem hefur leik á HM í Alsír á þriðjudag og hefur að auki verið valinn til æfinga með A-landsliði Íslands.

mbl.is