Sigurbjörg og Hildur áfram í Safamýrinni

Hildur Þorgeirsdóttir.
Hildur Þorgeirsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir af reyndustu leikmönnum kvennaliðs Fram í handknattleik hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið en það eru þær Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir.

Sigurbjörg er uppalin í Fram og hefur leikið þar allan sinn feril. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fram veturinn 2003–2004 og hefur hún leikið yfir 400 leiki með meistaraflokki Fram. Síðast liðinn vetur lék hún alla leiki Fram í deild og bikar, alls 34 leiki og skoraði í þeim 111 mörk.

Hildur er uppalin FH ingur en kom til Fram fyrir tímabilið 2009–2010. Hildur lék með Fram þar til hún hélt út í atvinnumennsku til Þýskalands.  Hún gekk síðan aftur til liðs við Fram fyrir tveimur árum þegar hún snéri heim að nýju. Hún hefur leikið yfir 100 leiki með meistaraflokki Fram og síðast liðinn vetur lék hún alla leiki Fram í deild og bikar, alls 34 leiki og skoraði í þeim 113 mörk.

Fram varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð eftir að hafa haft betur gegn Stjörnunni í úrslitaeinvíginu.

mbl.is