Óðinn spilar handbolta í fyrirsögnum

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. mbl.is/Árni Sæberg

Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði FH sigur á Val 31:30 á elleftu stundu þegar liðin mættust í Kaplakrika í Olís-deildinni í handknattleik í gær.

Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Vals, varði skot og boltinn barst út í horn til Óðins sem fór beint inn úr horninu og skoraði á síðustu sekúndu leiksins.

Óðinn, sem er framtíðarlandsliðsmaður ef ferill hans heldur áfram að þróast eðlilega, hefur átt það til í vetur að spila handbolta í fyrirsögnum. Sigurmarkið var keimlíkt því sem hann skoraði í grannslagnum við Hauka fyrr á tímabilinu. Náði þá frákasti og skoraði á síðustu sekúndunni. Ætlar Óðinn bara að vera í þessu hlutverki?

„Vonandi en samt vonandi ekki því ég var ekki góður í dag þótt gaman hafi verið að enda þetta á flautumarki. Ég brenndi af þremur skotum í leiknum en svolítið týpískt kannski að skotið fari inn undir lokin,“ sagði Óðinn og reyndi heldur að draga úr því hvernig hetjuhlutverkið hefur elt hann uppi.

„Þessar æsilegu lokamínútur í vetur hafa ekki allar verið góðar. Við töpuðum til dæmis Evrópuleikjunum gegn Tatran Preson á færri skoruðum mörkum á útivelli. Þá brenndi ég af í síðasta skotinu. En það er alltaf geggjað að spila hérna í Krikanum og ég myndi halda að langbesta mætingin í deildinni væri hjá okkar áhorfendum.“

Sjá allt um leikina í Olís-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í gær

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert