„Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni“

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef lagt ómælda vinnu í að skoða upptökur með leikmönnum sem leika í Austurríki, Þýskalandi, Ungverjalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Mér þykir þessi hópur sem ég hef valið vera spennandi. Ég hlakka til að takast á við það verkefni að byggja upp landsliðið með þessum strákum. Það er enginn vafi í mínum huga,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Vissulega þurfa þessir strákar gott skipulag og það er mitt hlutverk að koma því heim og saman,“ sagði Guðmundur Þórður sem kallar hópinn, sem telur 20 leikmenn, saman til fyrstu æfingar mánudaginn 2. apríl en farið verður til Noregs til þátttöku í fjögurra liða móti sem stendur yfir frá 5. til 9. apríl.

Því verður ekki neitað að það er um talsverðar breytingar að ræða á þessum hóp frá þeim sem verið hefur. Til staðfestingar eru fjórir nýliðar.

„Meðal nýliðanna eru strákar sem er 16 og 17 ára. Það segir sína sögu um þá nýliðum sem í hópnum og þau kynslóðaskipti sem eru óhjákvæmileg vegna þess að menn eru hættir sem báru liðið uppi árum saman. Ég tel þennan hóp vera þann sterkasta sem við eigum völ á um þessar mundir en vissulega eru forföll einnig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert