Vont varð verra hjá Löwen

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í dag.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í dag. Ljósmynd/Heimasíða þýsku deildarinnar

Þýska handboltafélagið Rhein Neckar-Löwen ákvað að senda varaliðið til keppni gegn pólska liðinu Kielce í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Eins og við var að búast var aðallið Kielce mun sterkara og vann 41:17-sigur.

Forráðamenn þýsku deildarinnar og kollegar þeirra hjá evrópska handboltasambandinu eiga erfitt að að komast að samkomulagi um hvenær leikir séu spilaðir og átti Löwen tvo leiki í dag; gegn Kielce í Meistaradeildinni og gegn Kiel í efstu deildinni í Þýskalandi. 

Til að bæta gráu ofan á svart tapaði aðalliðið á útivelli gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel í deildarleiknum, 27:22. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen og Alexander Petersson skoraði þrjú. Þrátt fyrir tapið er Löwen enn á toppi deildarinnar með 42 stig, en þarf á kraftaverki á að halda til að komast áfram í Meistaradeildinni. 

Kiel er í 6. sæti deildarinnar með 35 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert