FH sópaði Aftureldingu aftur út

Ásbjörn Friðriksson í leiknum í gær.
Ásbjörn Friðriksson í leiknum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

FH og deildarmeistarar ÍBV tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Selfoss og Haukar geta fyllt upp í fjögurra liða hópinn í kvöld en annars verður gripið til oddaleikja í einvígum þeirra við Stjörnuna og Val.

FH vann sitt einvígi við Aftureldingu með nokkuð sannfærandi hætti. Í báðum leikjum náðu FH-ingar nokkru forskoti í seinni hálfleik og í Mosfellsbæ í gær hleyptu þeir aldrei teljandi spennu í leikinn í seinni hálfleiknum, heldur héldu 4-6 marka forskoti lengst af og unnu að lokum 27:23.

Sóknarleikur FH gekk afar smurt fyrir sig. Þar munaði mikið um stórleik Ásbjörns Friðrikssonar sem skoraði 11 mörk, þrátt fyrir að vera eins og alltaf vel vakandi fyrir því að leggja upp færi fyrir samherja sína. Hann virtist á stórum kafla í seinni hálfleik geta gert það sem hann langaði til. Þrenningin sem þeir Ásbjörn, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Einar Rafn Eiðsson mynda er afskaplega vel spilandi og haldist hún heil heilsu út leiktíðina eru FH-ingar óárennilegir. Grimm vörn Aftureldingar, sem barðist fyrir lífi sínu með kjafti og klóm, gat ekki nema rétt í blábyrjun leiksins tengt saman góðan kafla þar sem sóknarmönnum FH var haldið niðri.

Fjallað er um alla fjóra leikina í 8-liða úrslitum karla í handoltanum og oddaleik Vals og Hauka í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert