Hilmar tekur við af Kristni hjá Førde

Hilmar Guðlaugsson færir sig um set í þjálfun í Noregi.
Hilmar Guðlaugsson færir sig um set í þjálfun í Noregi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hilmar Guðlaugsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða HK og Selfoss, verður næsti þjálfari norska B-deildarliðsins Førde, norðan Björgvinjar. Hilmar tekur við starfinu af Kristni Guðmundssyni sem stýrt hefur kvennaliði Førde síðustu þrjú ár.

Hilmar flutti til Noregs á síðasta ári og hefur síðan þjálfað 3.deildar lið kvenna hjá Florø SK Handball auk þess að vera yfirþjálfari handknattleiksfélagsins. Hann hefur náð samkomulagi um að losna undan samningi hjá Florø.

Hilmar tekur við starfinu í Førde á næstu vikum en hann hættir hjá Florø um næstu mánaðamót.

Kristinn tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði að flytja heim í sumar eftir fjögur ár í Noregi, þar af þrjú í Førde. Undir hans stjórn vann Førde sér sæti í B-deildinni fyrir ári og náði að halda sæti sínu í deildinni sem lauk á dögunum.

Kristinn mun flytja til Vestmannaeyja í sumar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og vinna við hlið Erlings Richardssonar sem tekur við þjálfun karlaliðs ÍBV af Arnari Péturssyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert