Færeysk landsliðskona til Hauka

Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka.
Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka. mbl.is/Hari

Færeyska landsliðskonan Turið Arge Samuelsen er gengin í raðir handknattleiksliðs Hauka og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hafnarfjarðarfélagið.

Þetta kemur fram á vefnum in.fo en Samuelsen hefur verið við æfingar hjá Haukum í þessari viku og hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Samuelsen kemur til Hauka frá færeyska liðinu Kyndli sem hún hefur spilað með undanfarin sex ár. Hún er hægri hornamaður og hefur verið valin besti vinstri hornamaðurinn í færeysku deildinni undanfarin ár.

Hið unga lið Hauka undir stjórn Elísar Más Halldórssonar hafnaði í 4. sæti í Olís-deildinni á nýafstöðnu tímabili og tapaði fyrir Val í oddaleik í undanúrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert