Guðjón Valur getur orðið sá fyrsti

Guðjón Valur fagnar einu af 11 mörkum sínum í leiknum.
Guðjón Valur fagnar einu af 11 mörkum sínum í leiknum. Ljósmynd/Rhein-Neckar Löwen

Guðjón Valur Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður sjöundu umferðar Meistaradeildar Evrópu í handknattleik og geta lesendur hjálpað til við kjörið. Hann getur orðið fyrsti leikmaður tímabilsins til þess að verða valinn bestur í annað sinn.

Guðjón Valur skoraði ellefu mörk þegar Rhein-Neckar Löwen vann ríkjandi Evrópumeistara Montpellier 37:27 í síðustu viku. Guðjón Valur var valinn í lið umferðarinnar og kemur sem áður segir til greina sem besti leikmaðurinn.

Guðjón Valur var einnig tilnefndur eftir fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrr í haust. Hann bar þá sigur úr býtum í kosningu og var útnefndur besti leikmaður umferðarinnar.

HÉR geta lesendur kosið Guðjón Val, en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá tilþrif hans í leiknum við Montpellier.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert