Tilnefndur sem besti hornamaður heims

Guðjón Valur fagnar marki með Löwen.
Guðjón Valur fagnar marki með Löwen. Ljósmynd/Rhein-Neckar Löwen

Áttunda árið í röð stendur vefmiðillinn Handball-planet fyrir vali á bestu leikmönnum heims í hverri stöðu.

Einn Íslendingur er tilnefndur en það er Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. Hann er tilnefndur sem besti vinstri hornamaðurinn ásamt Króatanum Manuel Strlek (Veszprém), Þjóðverjanum Uwe Gensheimer (Paris SG) og Rússanum Timur Dibirov (Vardar Skopje).

Hægt er að taka þátt í valinu með því að smella á þennan hlekk

Aðrir sem eru tilnefndir:

Besti hægri hornamaður:

David Balaguer (Nantes)
Lasse Svan Hansen (Flensburg)
Blaz Janc (Kielce)
Luc Abalo (Paris SG)

Vinstri skytta:

Mikkel Hansen (Paris SG)
Vuko Borozan (Vardar)
Rasmus Lauge (Flensburg)
Sander Sagosen (Paris)

Leikstjórnandi:

Nikola Karabatic (Paris SG)
Andy Schmid (Rhein-Neckar Löwen)
Diego Simonet (Montpellier)
Luka Cindric (Kielce)

Hægri skytta:

Nedim Remili (Paris SG)
Alex Dujshebaev (Kilece)
Dika Mem (Barcelona)
Eduardo Gurbindo (Nantes)

Línumaður:

Ludovic Fabregas (Barcelona)
Julen Aguinagalde (Kielce)
Bjarte Myrhol (Skjern
Nicoas Tournat (Nantes)

Markvörður:

Arpad Sterbik (Veszprém)
Vincent Gerard (Montpellier)
Gonzalo Vargas (Barcelona)
Rodrigo Corrales (Paris SG)

Varnarmaður:

Luka Karabatic (Paris SG)
Tobias Karlsson (Flensburg)
Viran Morros (Paris SG)
Ililja Abutovic (Rhein-Neckar Löwen)

Forsvarsmenn Handball-planet vefjarins leituðu til 24 íþróttablaðamanna í 22 löndum, þar á meðal var blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is. Hver blaðamaður valdi fjóra leikmenn í hverja stöðu. Þeir handknattleiksmenn sem flestar tilnefningar fengu í hverja stöðu skipa ofangreindan lista. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert