Eftirvænting vegna riðils Íslands á HM

Rúnar Kárason, Aron Rafn Eðvarðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron …
Rúnar Kárason, Aron Rafn Eðvarðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú eru 50 dagar þar til Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í íslenska landsliðinu mæta Króatíu í fyrsta leik sínum á HM í handbolta. Ísland leikur í B-riðli, alls fimm leiki í München 11.-17. janúar.

Þýska blaðið Bild greinir frá því að mikill áhugi sé á leikjunum í München, þrátt fyrir að Þýskaland leiki sína leiki í Berlín og að ekkert stórlið eigi bækistöðvar í München. Alls hafa 75.000 miðar selst en 35.000 miðar eru eftir á leikina 15 í B-riðli í Ólympíuhöllinni í München.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert