Lygilegt að vinna svona stóran sigur

Leikmenn íslenska landsliðsins fagna í Skopje.
Leikmenn íslenska landsliðsins fagna í Skopje. Ljósmynd/Robert Spasovski

„Það er frábært að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið eftir að íslenska landsliðið vann landslið Asera á ævintýralegan hátt með 31 marks mun, 49:18, í undankeppni HM í handbolta í Skopje í gær og með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti í lokakeppninni.

„Það er æðislegt að vera þáttakandi í þessu og sýna að maður er jafngóður og aðrir í liðinu og alveg jafn mikilvægur þegar á hólminn er komið,“ sagði Díana sem skoraði fimm mörk, vann boltann nokkrum sinnum og stóð svo sannarlega fyrir sínu í frábærum varnarleik íslenska liðsins.

„Það er einstaklega gaman að komast áfram í umspilið. Tilfinningin var mögnuð þegar flautað var til leiksloka og háleita markmiðið okkar var í höfn. En það er hreint lygilegt að vinna svona stóran sigur í alþjóðlegri keppni og geggjað að fá upplifa þetta sem var svolítið nýtt fyrir mig. Kannski var verkefnið óraunhæft en við vorum ákveðnar í að láta þetta gerast og hlupum eins og fjandinn væri á hælunum á okkur frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu,“ sagði Díana Dögg.

Sjá allt um ævintýralegan sigur Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert