Guðmundur opinberar þá sem koma til greina á HM

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hefur opinberað 28 manna landsliðshóp fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi í janúar.

Um er að ræða þá leikmenn sem koma til greina á mótið, en þann 19. desember mun Guðmundur svo kynna 20 manna hóp sem mun æfa fram að HM. Undirbúningur hefst formlega þann 27. desember þegar liðið kemur saman til æfinga. Í framhaldi af því verða tveir vináttulandsleikir gegn Aroni Kristjánssyni og lærisveinum í landsliði Barein í Laugardalshöll, 28. og 39. desember.

Íslenska liðið heldur svo til Noregs þann 2. janúar og tekur þátt í Gjendsidige Cup, áður en það heldur til München þar sem riðill þess á HM er leikinn. Fyrsti leikur Íslands er þar gegn Spánverjum föstudaginn 11. janúar.

Eftirfarandi leikmenn eru í 28 manna hópnum:

Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Björgvin Páll Gústafsson, Daníel Freyr Andrésson.

Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson.

Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Róbert Aron Hostert.

Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason.

Hægri skyttur: Arnar Birkir Hálfdánsson, Ómar Ingi Magnússon, Rúnar Kárason, Teitur Örn Einarsson.

Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Sigvaldi Guðjónsson.

Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Ágúst Birgisson, Heimir Óli Heimisson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason.

mbl.is