ÍBV kom til baka gegn Selfossi

Ester Óskarsdóttir fór mikinn í liði ÍBV í dag og …
Ester Óskarsdóttir fór mikinn í liði ÍBV í dag og skoraði átta mörk. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV endurheimti þriðja sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik þegar liðið vann 24:18-útisigur gegn Selfossi á Selfossi í 14. umferð deildarinnar í dag. Selfyssingar byrjuðu leikinn mun betur og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. ÍBV náði hins vegar að minnka muninn og var staðan 14:11, Selfossi í vil, í hálfleik.

ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og tókst að minnka muninn þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka. Eftir að ÍBV jafnaði metin í 18:18 gekk Selfyssingum illa að skora. Eyjakonur gengu á lagið og unnu að lokum sannfærandi og verðskuldaðan sex marka sigur.

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir var markahæst í liði Selfyssinga með 6 mörk og Perla Ruth Albertsdóttir og Tinna Sigurrós Traustdóttir skoruðu fimm mörk hvor. Hjá ÍBV voru það Arna Sif Pálsdóttir og Ester Óskarsdóttir sem voru markahæstar með átta mörk hvor.

Selfoss er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig eftir fyrstu fjórtán umferðirnar en ÍBV er komið í þriðja sætið á nýjan leik með 17 stig, tveimur stigum minna en Fram, sem á leik til góða á ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert