Ómar Ingi fer ekki í leikbann

Ómar Ingi Magnússon fer ekki í leikbann.
Ómar Ingi Magnússon fer ekki í leikbann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, fer ekki í leikbann þrátt fyrir að hafa verið sýnt rauða spjaldi á síðustu sekúndum leiks landsliða Íslands og Norður-Makedóníu í Laugardalshöll í gærkvöld.

Ómar Ingi fékk rauða spjaldið fyrir að tefja leikinn vegna þess að hann lagði ekki knöttinn frá sér eftir að dæmd voru á hann skref þegar fimm sekúndur voru til leiksloka og íslenska liðið var í sókn.

Eftir því sem mbl.is fregnar hefur Handknattleikssamband Evrópu staðfest að Ómar Ingi verður gjaldgengur með íslenska landsliðinu þegar það mætir landsliði Norður-Makedóníu í Skopje á sunnudaginn en sú viðureign, eins og leikurinn í gær, er liður í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Íslenska landsliðið heldur af stað til Norður-Makedóníu í rauðabítið í fyrramálið. Ekki er ljóst hvort Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari gerir einhverjar breytingar á þeim hóp sem heldur út í síðari viðureignina frá leiknum í gærkvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert