Selfoss staðfestir komu Gríms

Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss og Grímur Hergeirsson handsala samninginn.
Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss og Grímur Hergeirsson handsala samninginn. Ljósmynd/Selfoss

Grímur Hergeirsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta til næstu tveggja ára. Grímur er Selfyssingur í húð og hár og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins s.l. fjögur ár.

Hann tekur við af Patreki Jóhannessyni sem gerði Selfoss að Íslandsmeisturum á síðasta tímabili. Patrekur hélt til Danmerkur þar sem hann mun þjálfa Skjern. 

Hann­es Jón Jóns­son hafði samþykkt að taka að sér starfið, en hætti við þar sem Bietig­heim í Þýskalandi óskaði eft­ir kröft­um hans. 

„Deildin er gríðarlega ánægð með að Grímur hafi ákveðið að taka slaginn með liðið og bindur hún miklar vonir við komandi átök í vetur, bæði hér heima og í Evrópu," segir í yfirlýsingu sem Selfoss sendi frá sér í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert