Annar sigur Þjóðverja í röð

Tobias Reichmann skoraði fjögur mörk fyrir Þýskaland.
Tobias Reichmann skoraði fjögur mörk fyrir Þýskaland. AFP

Þýskaland vann sinn annan sigur í röð á EM karla í handbolta í kvöld. Þjóðverjar höfðu betur gegn Tékklandi í lokaleik milliriðils I, 26:22. Þýskaland endar í þriðja sæti riðilsins með sex stig og leikur við Portúgal um fimmta sætið. Tékkar endað í neðsta sæti riðilsins án stiga. 

Þjóðverjar náðu yfirhöndinni snemma leiks og var staðan í hálfleik 13:10. Tékkar byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og komust yfir, 14:13. Mikið jafnræði var næstu mínútur en í stöðunni 18:18 skoruðu Þjóðverjar þrjú mörk í röð og lögðu gruninn að sigrinum. 

Philipp Weber skoraði fimm mörk fyrir Þýskaland og Tomas Babak gerði slíkt hið sama fyrir Tékkland. 

mbl.is