Reka þjálfarann eftir vonbrigðin á EM

Didier Dinart er atvinnulaus.
Didier Dinart er atvinnulaus. AFP

Franska handknattleikssambandið sagði í dag upp samningi sínum við landsliðsþjálfarann Didier Dinart. Frakkland olli miklum vonbrigðum á EM sem lauk í dag og komst ekki í milliriðla.

Frakkland tapaði fyrir Noregi og Portúgal í riðlakeppninni og dugði sigur gegn Bosníu skammt. Voru Frakkar með sigurstranglegri liðum mótsins og var árangurinn gríðarleg vonbrigði. 

Dinart var á sínum tíma einn besti varnarmaður heims og vann þrjá heimsmeistaratitla með franska landsliðinu. Hann tók við sem landsliðsþjálfari árið 2016 og árið eftir gerði hann liðið að heimsmeistara. Frakkar fengu brons á EM 2018 og HM 2019. 

Að sögn L'Equipe verður Guillaume Gille næsti landsliðsþjálfari, en hann var aðstoðarmaður Dinarts og liðsfélagi hans hjá landsliðinu í áraraðir.

mbl.is