Markvörðurinn skiptir um félag í Þýskalandi

Aron Rafn Eðvarðsson hefur skipt um félag í Þýsklandi.
Aron Rafn Eðvarðsson hefur skipt um félag í Þýsklandi. mbl.is/Árni Sæberg

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson hefur skipt úr Hamburg yfir í Bietigheim en bæði lið leika í þýsku B-deildinni í handbolta. Aron þekkir vel til hjá Bietigheim, því hann lék með liðinu frá 2016 til 2017. 

Aron fer úr miðri deild í harða toppbaráttu. Bietigheim er í fjórða sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá toppliði Coburg. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Bietigheim. 

Aron, sem lék fyrst með Haukum hér á landi, hefur leikið með Eskilstuna í Svíþjóð, Aalborg í Danmörku, ÍBV, og svo Bietigheim og Hamburg. Aron hefur leikið 76 landsleiki og tekið þátt á fimm stórmótum. 

„Ég naut þess mjög að spila með Bietigheim og ég var alltaf opinn fyrir því að koma aftur. Ég er mjög ánægður með að snúa aftur og ég vil berjast með strákunum,“ var haft eftir hinum þrítuga Aroni á heimasíðu Bietigheim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert