Markahæst á heimavelli toppliðsins

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í sínu liði.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í sínu liði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvær íslenskar handknattleikskonur voru í eldlínunni í frönsku A-deildinni í handbolta í kvöld. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í stuði, þrátt fyrir tap, á meðan Mariam Eradze fagnaði sigri. 

Hrafnhildur Hanna var markahæst hjá Bourg-De-Péage í 20:29-tapi á útivelli gegn toppliði Brest. Hrafnhildur og samherjar hennar eru í níunda sæti af tólf liðum með 32 stig, en níunda til tólfta sæti fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. 

Mariam skoraði eitt mark í 25:24-útisigri Toulon á París 92. Toulon er einu sæti fyrir neðan Bourg-De-Péage með 29 stig. 

mbl.is