Andstæðingar Alfreðs og Erlings

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alfreð Gíslason mun fara með sína menn í þýska landsliðinu yfir landamærin til Austurríkis í undankeppni EM karla 2020 í handknattleik. 

Alfreð tók við þýska liðinu í vetur en undankeppni HM var aflýst. Hans fyrstu mótsleikir með Þjóðverja verða því þegar undankeppni EM hefst í nóvember. 

Þýskaland var í fyrsta styrkleikaflokki og dróst í riðil með Austurríki, Bosníu og Eistlandi. 

Erlingur Richardsson stýrir Hollendingum og braut blað í þeirra handboltasögu þegar hann fór með Holland í lokakeppni EM í janúar á þessu ári. Hollendingar voru ekki heppnir með riðil að því leyti að þeir fengu Pólland úr þriðja styrkleikaflokki. Holland er í öðrum styrkleikaflokki og fékk Slóveníu úr fyrsta styrkleikaflokki og Tyrkland úr fjórða. 

Erlingur Richardsson
Erlingur Richardsson Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert